Enkennileg hegðun álfta
Þá sjaldan að svanir velja sér nýjan maka er það vegna þess að fyrri makinn drepst. Vísindamenn sem fylgjast með svönum við Slimbridge í Bretlandi voru því hryggir að sjá að steggurinn Sarindi var með nýjan maka þegar hann sneri aftur úr farflugi á dögunum og töldu víst að fyrrverandi spúsa hans, Saruni, væri ekki lengur á lífi.
Nokkrum dögum síðar birtist hún hins vegar með ókunnugan stegg í eftirdragi og hóf hreiðurgerð rétt hjá sínum fyrrverandi. Pörin búa nú í miklu návígi en eiga engin samskipti og virðast hunsa hvort annað. Vísindamenn segja hugsanlega ástæðu hjónaslitanna vera ófrjósemi annars fuglsins en öll þau ár sem Sarindi og Saruni höfðu vetursetu í Slimbridge varð þeim ekki unga auðið.
{loadposition nánar fréttir}