Pólsk hjón eignuðust fyrsta barnið

Pólsk hjón eignuðust fyrsta barnið

Það var myndarlegur drengur sem kom í heiminn þegar fimm mínútur voru liðnar af nýja árinu. Hann er þrettán merkur og fimmtíu sentimetrar. Fæðingin gekk vel og voru foreldrarnir að tygja sig heim þegar viðtalið var tekið skömmu eftir hádegið í gær.

Móðirin segir það hafa verið sérstakt að fæða barn þegar sprengingarnar stóðu sem hæst.

„Já, allir þessir litir fyrir utan og púff púff púff og á sama tíma þurfti ég að rembast og ýta. En það var í lagi. Það var mjög gott,” sagði hin nýbakaða móðir.

Hjónin eiga son á þriðja ári sem fæddist í Skotlandi og hafa því samanburð á milli landanna. Konan segir betra að fæða á Íslandi. „Já, það er allt betra hérna,” segir hún.

Sylvester er eitt af þeim nöfnum sem koma til greina á litla drenginn, en það merkir gamlárskvöld á pólsku. Móðirin er þó hrifnari af nafninu Jan.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri