Tæknifrjóvgun verður dýrari en áður

Tæknifrjóvgun verður dýrari en áður

Katrín B. Baldvinsdóttir, formaður Tilveru – samtaka um ófrjósemi, segir Íslendinga aftarlega á merinni miðað við nágrannaþjóðirnar.

 Það getur verið dýrt að reyna að eignast barn með tæknifrjóvgun og varð enn dýrara um áramótin. Þá hættu Sjúkratryggingar Íslands alveg að niðurgreiða kostnað við fyrstu meðferð við tæknifrjóvgun. Hún kostar nú tæpar 400 þúsund krónur og greiðist alfarið af sjúklingnum. Ríkið niðurgreiddi áður 40 prósent kostnaðar. Heppnist fyrsta meðferðin ekki, sem er mjög líklegt, greiðir ríkið tvo þriðju af kostnaði við næstu meðferðir. Eigi fólk barn fyrir, fær það aftur á móti engar endurgreiðslur frá ríkinu. Kostnaður fólks af tveimur óléttum getur vel orðið tvær milljónir króna.

„Þessi sjúklingahópur er þegar að taka mjög stóran þátt í sjúkrakostnaði, þegar allt er tekið inn. Og það var þannig líka áður en þessi niðurskurður kom,“ segir Katrín. Hún segir að staða fólk sé mun betri annars staðar á Norðurlöndunum. Í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, geti fólk farið í allt að þrjár tæknifrjóvganir fyrir brot af þeim kostnaði sem fólk ber hérlendis. Og í Noregi greiðir fólk aðeins lyfjakostnaðinn. „Við könnuðum stöðuna meðal systrafélaga okkar á Norðurlöndunum og okkur virðist að við höfum þegar verið aftast á merinni, áður en til þessa 30 milljóna niðurskurðar kom.“

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri