Óléttar konur allt að 180 kíló

Óléttar konur allt að 180 kíló

Þetta birtist meðal annars í ofþyngd óléttra kvenna en dæmi eru um að konur sem komnar eru á steypirinn vegi allt að 180 kíló.Sérfræðihópur á vegum velferðarráðuneytisins segir í nýrri skýrslu, sem kynnt verður opinberlega eftir helgi, að brýnt sé að finna lausn á offituvanda Íslendinga.

 Ofþyngd þungaðra kvenna er sérstakt vandamál enda fylgja henni gjarnan kvillar á meðgöngu og erfiðleikar við fæðingu.

Hulda Hjartardóttir, formaður Félags íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna, segir ofþyngd meðal óléttra kvenna hafa aukist á undanförnum árum.

„Jú, við höfum fundið fyrir því að konur eru sífellt að verða þyngri þegar þær koma og fæða börnin sín og það sem kannski þótti mikið hérna áður fyrr, að konur væru yfir hundrað kíló við fæðingu, að það er daglegur viðburður, og jafnvel konur sem eru komnar yfir 120, 130 kíló. Þetta sjáum við ekki svo sjaldan,” segir hún.

Lengi vel var miðað við að rúm á sjúkra- og fæðingardeildum þyrftu að þola allt að 120 kíló. Með aukinni tíðni offitu kom að því að panta þurfti rúm sem þoldu 150 kíló. Nú er svo komið að ekki eru pöntuð rúm sem þola minna en 190 kíló.

Eru dæmi um að konur yfir 150 kílóum komi inn á fæðingadeild?

„Já já, það er þó nokkuð oft á ári sem konur koma sem eru kannski 140, 150 kíló, en ég held að þyngstu konurnar séu svona í kring um 180 kíló. Það er sem betur fer ekki oft en það kemur fyrir,” segir Hulda

Hvernig gengur þeim að fæða?

„Við vitum að þessum konum gengur almennt ver að fæða börnin sín en þeim sem eru léttari en ég held að ég megi segja að okkur hafi gengið ótrúlega vel að hjálpa þessum konum að fæða og konur í allra þyngsta flokkinum, þær hafa fætt eðlilega,” segir hún.

Og börnin eru þá alveg heilbrigð í flestum tilfellum?

„Já, þau eru það,” segir Hulda

 

{loadposition nánar fréttir}

 

 

oli
Author: oli

Vefstjóri