nicolas-sarkozy-og-carla-bruni

Bruni og Sarkozy eignuðust fallega dóttur

Frönsk blöð segja að margmenni hafi safnast saman fyrir utan La Muette fæðingardeildina áður en hún fæddi. Fyrir átti Sarkozy þrjá syni frá fyrra hjónabandi og Bruni einn son. Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Frakklands eignast barn meðan hann gegnir embættinu. Carla Bruni hefur látið lítið fyrir sér fara. Hún hefur fullyrt að myndir af barninu hennar muni ekki verða birtar í fjölmiðlum. Börn hennar eigi að fá að ákveða þegar þau verði fullorðin hvort þau vilji verða opinberar persónur.

 Sarkozy var ekki viðstaddur fæðinguna þar sem hann þurfti að sitja kveðjukvöldverð til heiðurs Jean-Claude Trichet fráfarandi bankastjóra Evrópska seðlabankans meðan á henni stóð. Hann gaf sér þó tækifæri til að hitta eiginkonu sína í stutta stund á fæðingardeildinni áður en hann hélt í kvöldverðinn.

Forsetahöllin í Frakklandi hefur ekki staðfest fæðinguna ennþá.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *