Fá ekki eingreiðslu í orlofi

upp á fimmtíu þúsund krónur, sem kveðið er á um í kjarasamningi. Slíkt hefði kallað á lagabreytingu.

 

Foreldrar sem voru í fæðingarorlofi í mars og í apríl á þessu ári fengu ekki 50 þúsund króna eingreiðslu sem um var samið í kjarasamningum.

Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, segist ítrekað hafa reynt að ná fundi með ráðamönnum vegna málsins, án árangurs. Hún segir að félagsmönnum þyki nóg um skerðingar á kjörum nýbakaðra foreldra og bendir á að 50 þúsund króna eingreiðsla til þessa hóps kosti ríkið ekki svo mikið.

Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, segir að á sínum tíma hafi menn metið það svo, að ekki hafi verið heimildir til þess að veita eingreiðslur út fæðingarorlofssjóði. Greiðslur úr fæðingarorlofssjóði miðist enda við tekjur fólks fyrir fæðingarorlof. „Þetta eru ekki samtímagreiðslur. Það sem hefði þá þurft að gera var að veita sérstakan styrk en það kom ekki til álita.“ Hann segir að erindi BHM verði svarað og farið verði yfir málið að nýju, en á síður von á að þessu verði breytt. „Það er ekki búið að taka neina nýja afstöðu í málinu. Það kostar þá lagabreytingar ef slíkt á að gerast.“

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri