Ofur-amma hélt upp á afmælið ásamt 73 barnabarnabörnum

Ofur-amma hélt upp á afmælið ásamt 73 barnabarnabörnum

Í veisluna mættu 10 börn hennar, 48 barnabörn og 73 barnabarnabörn.
Beryl O’Flynn sagði breska fréttablaðinu Daily Mirror að hún hafi ekki átt von á að litla fjölskyldan sín myndi verða að einhverju jafn stórfenglegu og þessari miklu fjölskyldu.

O’Flynn gefur skyldfólki sínu 5 pund á afmælisdögum og á jólunum. Hún eyðir því rúmum 1.500 pundum í gjafir á hverju ári eða tæpum 300.000 þúsund krónum.

Hún sagði það vera mikinn heiður að fara fyrir svo glæsilegri fjölskyldu. Að auki finnst henni skemmtilegt hve fjölskyldusvipurinn sé áberandi.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri