Engin morgunógleði hér

Engin morgunógleði hér

 

Kim sem er ólétt af sínu fyrsta barni er komin tólf vikur á leið er eins og sjá má á meðfylgjandi myndum alsæl og ánægð með óléttuna.

Kardashian var ófeimin við að sýna lítin meðgöngumaga sinn í nýþröngum blúndukjól.

Án efa gott ár framundan hjá Kim Kardashian og fjölskyldu.

Heimspressan logaði þegar Kanye West og Kim Kardashian tilkynntu að þau ættu von á barni daginn fyrir gamlársdag. Meðganga Kim hefur gengið mjög vel hingað til.

“Mér líður vel. Ég hef ekki glímt við morgunógleði en þetta er samt ekki auðvelt. Fólk segir alltaf að meðganga sé auðveld og skemmtileg. Ég er að læra mikið um líkama minn. Mér líður mjög vel þannig að það er gott,” segir þessi 32ja ára raunveruleikastjarna.

Kim er staðráðin í því að fá að vita kyn barnsins.

“Auðvitað vill ég vita það. Ég get ekki fengið að vita það strax en mig langar til þess.”

oli
Author: oli

Vefstjóri