Ný tækni í fæðingarannsóknum
Tæknina er nú verið að prófa í fjórum löndum. Ný íslensk tækni sem notuð er til að meta rafvirkni í legi getur orðið til þess að lækka burðarmálsdauða. Tæknina er nú verið að prófa á fimm sjúkrahúsum í fjórum löndum.
Verið er að prófa þessa nýju tækni á fimm sjúkrahúsum í fjórum löndum, Íslandi, Hollandi, Frakklandi og Slóveníu. Vonast er til með tækninni verði hægt að finna þær konur sem eru í hættu á að fæða fyrir tíman. Burðarmálsdauði, þ.e.a.s. börn sem deyja eftir tuttugu og tveggja vikna meðgöngu, varð árið 2008 í 25 af 5000 fæðingum. Stór hluti þeirra voru fyrirburar. Til samanburðar má nefna að 24 dóu í umferðarslysum sama ár
Tæknin sem núna er notuð hefur verið óbreytt síðustu 25 árin Brynjar Karlsson dósent við Háskólann í Reykjavík. Nýja tækið notar aðra mæliaðferð og getur greint samdrætti í legi hjá konum. „Markmiðið hjá okkur er að nota þessa tækni til greina á milli hvenær er um samdrætti að ræða og hvenær er kona með hríðir sem munu þá hugsanlega valda fæðingu.
Rannsóknirnar hefjast á sjúkrahúsunum fimm í haust og er niðurstöðu að vænta eftir u.þ.b. eitt og hálft ár.
{loadposition nánar fréttir}