Hringdi 65 þúsund sinnum í fyrrverandi kærasta

Hringdi 65 þúsund sinnum í fyrrverandi kærasta

Þetta jafngildir því að hún hafi hringt í hann um 178 sinnum á dag.
Maðurinn, sem er 62 ára gamall íbúi frá Hag, kærði konuna til lögreglunnar í ágúst síðastliðinn vegna ónæðis af símtölum hennar. Lögreglan handtók svo konuna á mánudaginn og lagði hald á símtæki og tölvur.

Saksóknarar sögðu í dag að konan hefði haldið því fram að hún ætti í ástarsambandi við manninn. Fjöldi símtalanna hefði ekki verið óeðlilega mikill. Karlmaðurinn neitaði því hins vegar að þau ættu í ástarsambandi.

Rétturinn hefur þegar fyrirskipað konunni að hringja ekki aftur í manninn, eftir því sem fram kemur í frétt Associated Press.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri