njalgur
|

Njálgur

Njálgur – Upplýsingar til foreldra

Algengasta smitleið er frá fingrum upp í munn.

Einkenni:

  • Kláði við endaþarmsop (mest áberandi þegar barnið er komið undir sæng á kvöldin)
  • Svefntruflanir
  • Erting í leggöngum
  • Lystarleysi
  • Eirðarleysi
  • Njálgur er stundum einkennalaus.

Greining:

  • Felst í því að finna orma og/eða egg við endaþarmsopið. Ormarnir sjást með berum augum eins og litlir hvítir þræðir við svæðið kringum opið og einnig í saur.
  • Best er að skoða endaþarmsopið þegar barnið finnur fyrir einkennum og nota til þess vasaljós. Hægt er að setja límband við endaþarminn og þá festast eggin á og hægt er að staðfesta smit með rannsókn ef þörf er á.

Meðferð:

  • Tvö lyf er hægt að nota við meðhöndlun á njálg, annað er selt í lausasölu en hitt er lyfseðilsskylt.
  • Meðhöndla þarf alla fjölskylduna.
  • Handþvottur mjög mikilvægur, sérstaklega eftir salernisferðir og fyrir mat.
  • Almennt hreinlæti, tíðari þvottur á salerni, krönum, baðkörum, hurðarhúnum og leikföngum.
  • Klippa neglur vel því þá festast eggin síður undir þeim.
  • Þvo föt og rúmföt við minnst 60°hita.
  • Dagleg nærfataskipti.

Hvað er hægt að gera til að forðast njálg?

  • Almennt hreinlæti; handþvottur mjög mikilvægur.
  • Forðast að vera með hendur upp í munni og setja leikföng og annað upp í munninn.
  • Reglulegur þvottur á leikföngum
oli
Author: oli

Vefstjóri