Fjórði hver nemandi of feitur

Fjórði hver nemandi of feitur

Blásið verður til heilsuátaks til að örva hreyfingu framhaldsskólanema næsta vetur.

 

Þetta kemur fram í nýrri íslenskri rannsókn fjögurra íþrótta- og næringarfræðinga. Niðurstöðurnar sýna að 23% framhaldsskólanema eru of feit, 20% höfðu of mikið mittismál og 51% þeirra voru með of hátt hlutfall líkamsfitu.

„Þau mælast of þung og of feit að jafnaði og hlutfallið er of hátt,“ segir Erlingur Richardsson íþróttafræðingur.

Rannsóknin leiddi í ljós að fleiri drengir en stúlkur er klást við offitu, en fleiri stúlkur eru of léttar. Þá kom einnig í ljós að flestir nemendanna hafa þolanlegt úthald þrátt fyrir að rétt um þriðjungur þeirra nái ráðlagðri daghreyfingu. Af því tilefni verður blásið til átaks næsta vetur.

„Nú er að fara af stað verkefni í framhaldsskólunum, „Heilsueflandi framhaldsskólar“, sem er samstarfsverkefni Landlæknisembættisins og framhaldsskólanna. Þar eru 22 framhaldsskólar að fara af stað með hreyfingu með markmið,“ segir Erlingur.

Erlingur segir að jákvæða fréttin sé sú að þol unglinganna sé almennt gott en það fari versnandi eftir því sem líður á framhaldsskólaárin. Þessu sé afar mikilvægt að breyta.

„Ég vil meina að þolið sé kannski sá þáttur sem er að halda þeim í góðu ástandi þó að þau séu of feit og of þung, þannig að ég held að það sé keppikeflið að halda þeim þannig að þolið sé gott,“ segir Erlingur, samkvæmt ruv.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri