Niðurskurður í tæknifrjóvgunum

Niðurskurður í tæknifrjóvgunum

Þetta kemur fram í nýja fjárlagafumvarpinu. Samningur Sjúkratrygginga við þjónustuaðila er laus og nýjar meðferðir ekki niðurgreiddar sem stendur.

Starfshópur á vegum velferðarráðuneytis og sjúkratrygginga vinnur nú að því að útfæra hugmyndir um það hvernig unnt sé að spara í útgjöldum sjúkratrygginga og stefnt er að því að ná fram 387 milljón króna sparnaði á næsta ári. Það verður gert með ýmsum hætti en í nýja fjárlagafrumvarpinu er í fyrsta lagi talað um að þrengja skilyrði fyrir þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifjóvgun.

Tilvera, samtök um ófrjósemi, sættir sig ekki við þá stöðu sem nú blasi við. Þeir sem vilja hefja meðferð nú þurfi að greiða allan kostnað sem er um 400 þúsund krónur. Samtökin sætta sig heldur ekki við að skilyrðin verði þrengd og hafa óskað eftir fundi með velferðarráðherra.

Velferðarráðuneytið vill koma því á framfæri að á morgun taki gildi reglugerð um að þátttaka ríkisins í kostnaði vegna þessarar meðferðar verði óbreytt frá fyrsta október fram að áramótum. Þá eigi að skerða þátttöku ríkisins.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri