Mögulega ekki hægt að nýta 200 pláss vegna manneklu

Mögulega ekki hægt að nýta 200 pláss vegna manneklu

Mögulega ekki hægt að nýta 200 pláss vegna manneklu

mogulega ekki haegt ad nyta 200 plass vegna mannekluÁrelía Eydís Guðjónsdóttir nýr formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar vildi lítið gefa upp um niðurstöður fundarins. Hún benti á að stýrihópurinn Brúum bilið hafi fundað stíft síðustu níu daga til að finna lausnir. Stýrihópurinn hafi verið með á fundi skóla- og frístundaráðs í dag til að fara yfir stöðuna. Sjö tillögur voru lagðar fram að fundi loknum sem verða kynntar borgarráði í fyrramálið.

„Við erum öll sem þarna erum bæði pólitíkusar og embætismenn meðvituð um mikilvægi þess að bregðast við þessu ákalli foreldra að fá svör sem allra fyrst. “ segir Árelía og bætir því við að tillögurnar verði ekki kynntar fyrr en eftir fundinn á morgun þar sem um viðkvæman málaflokk sé að ræða.

 

Ekki hægt að nýta 200 laus pláss

Í svari frá skóla- og frístundaráði í síðustu viku kom fram að á sjöunda hundrað börn tólf mánaða og eldri væru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík en úthlutun 200 plássa í borginni stæði nú yfir. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við mbl.is að það hafi komið fram á fundinum að ekki sé hægt nýta þessi 200 lausu pláss vegna manneklu. Árelía vildi ekki staðfesta þessa tölur.

„Ég hef fulla trú á því að við munum ná árangri þar. Ég tel að leikskólar borgarinnar séu góður vinnustaður. Góður valkostur,“ svarar Árelíu spurð um manneklu á leikskólanum. Þá segir hún að verið sé að vinna að skammtímalausnum sem séu þarfar núna og auk þess langtímalausnum.

Skammtímalausnir geri ekkert

Meðal tillagna sem teknar voru til greina á fundinum í dag voru tillögur Sjálfstæðisflokksins um að koma upp bakvarðasveit leikskólakennara.

Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, vildi ekki tjá sig um þær tillögur sem borgarfulltrúar hafa lagt fram.

„Þetta eru allt einhverjar skyndilausnir til að bjarga bráðavanda sem að leysir ekki í neitt í heildarsamhenginu.“

Í grein sem Haraldur skrifaði í gær kemur meðal annars fram að leiða þurfi hugann að þeirri þróun að leikskólarnir taki sífellt við yngri börnum. Gögn sýni að leikskólarnir séu alls ekki í stakk búnir fyrir þessa viðbót. Betri fjárfesting fyrir samfélagið væri að lengja fæðingarorlof í tvö ár.

„Menn þurfa að taka þetta til heildarendurskoðunar og þessi hugmynd um að eins árs börn séu í leikskóla, hún er bara ekki góð. Það eru rannsóknir að sýna nema mögulega að uppfylltum mörgum mikilvægum skilyrðum sem við erum ekki að ná að uppfylla,“ segir Haraldur. , samkvæmt RUV.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri