Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt

Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt

Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt

Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman.

Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, hjá Reykjavíkurborg, segir þetta hafa borið hratt að. Það muni taka tíma að finna heppilegt húsnæði fyrir allan hópinn.

Hluti barnanna verður færður á Eggertsgötu, annar á Nauthólsveg og svo verður hluti barnanna í Kringlunni 1.

„Það er miður að við þurfum að gera þetta með þessum hætti,“ segir Helgi. Hann segir þó nauðsynlegt að vera með hlutina í lagi og ekki vera með börn á stað þar sem aðstæður eru svo varasamar.

„Við áttum okkur á því að þetta er heilmikið rask fyrir foreldra. Við erum í þröngri stöðu en erum að reyna að bregðast hratt við og vonumst til að hægt verði að koma börnunum sem fyrst á einn stað.“

Helgi segir að leitin að nýju húsnæði sé byrjuð, það muni þó líklega taka einhvern tíma. Ekki sé mikið af húsnæði í boði og það þurfi að standast margvíslegar kröfur sem gerðar eru til skólahúsnæðis, samkvæmt visir.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri