missa sex manada svefn

Missa sex mánaða svefn á fyrstu tveim árum barnsins

 

Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar bæði fyrir vinnuna og hjónabandið. Þreytt fólk er ergilegra en úthvílt fólk.

Sérfræðingar ráðleggja að minnsta kosti fimm tíma ótrúflaðan svefn á sólarhring. Þetta er þó einstaklingsbundið.Sumir þurfa upp í átta klukkustundir og aðrir komast af með þrjár.

Samkvæmt rannsókninni fá tveir þriðju nýrra foreldra innan við fjögurra klukkustunda svefn á nóttu.

Og 12 prósent fá minna en tvær og hálfa klukkustund. En hvað er til ráða?

Afar og ömmur geta verið gagnleg í afleysingum. En fólk getur líka hjálpað sér sjálft með því að koma börnunum sem fyrst inn í fasta rútínu.

Það þarf einnig að gæta þess að borða hollan mat og hreyfa sig reglulega. Það losar um endorfín og ætti að draga úr skapsveiflum.

Það er líka mikilvægt að foreldrar geri sér grein fyrir því að ef það er ergilegt út í makann er það líklega vegna svefnleysis, en ekki vegna þess að makinn sé svona gersamlega vonlaus.

Og svo er náttúrlega hægt að hugsa til þess að þegar litla kvikindið er orðið fjórtán ára getur þú skemmt þér við að draga það svefndrukkið fram úr rúminu.

 

 

{loadposition nánar fréttir}

 

 

 

oli
Author: oli

Vefstjóri