20 born i haettu

20 börn í lífshættu við leikskóla

Ástæðan var að foreldrar og/eða forráðamenn barnanna höfðu sett þau í framsæti fyrir framan virkan öryggispúða. 13 þessara barna voru í bílbelti en 3 voru laus.

 

Í tilkynningu frá Umferðarstofu segir að barn sem er lægra en 150 sm. á hæð má ekki vera farþegi í framsæti bifreiðar sem búin er uppblásanlegum öryggispúða fyrir framan sætið.

Eins mikilvægur og loftpúði í mælaborði getur verið fyrir öryggi fullorðinna þá getur hann reynst stórhættulegur fyrir börn sem eru smærri en 150 sm. Barnið hefur ekki náð nægjanlegum líkamlegum styrk og stoðkerfi þess hefur ekki náð þeim þroska að geta þolað höggið sem púðinn getur veitt. Púðinn springur út á hraða sem nemur u.þ.b. 300km/klst. og hann getur auðveldlega banað barninu hvort sem það er í barnabílstól eða með annan viðeigandi öryggisbúnað.

 

Það er því öruggara að barnið sé haft í viðeigandi öryggisbúnaði í aftursæti nema tryggt sé að ekki sé uppblásanlegur öryggispúði framan við það í framsæti.

 

 

{loadposition nánar fréttir}

oli
Author: oli

Vefstjóri