Meirihlutinn vill leyfa staðgöngumæðrun

Meirihlutinn vill leyfa staðgöngumæðrun

Tveimur minnihlutaálitum var skilað þar sem lagst var gegn því að tillagan yrði samþykkt nú.
 Þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir að velferðarráðherra skipi starfshóp til að undirbúa frumvarp til laga sem heimili staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Flutningsmenn tillögunnar eru 23 þingmenn úr öllum flokkum nema Hreyfingunni.

Meirihluti velferðarnefndar telur að tillagan sé vel unnin og leggur áherslu á að breytingar sem gerðar hafi verið milli þinga séu mjög til bóta. Tillagan var einnig lögð fram á síðasta þingi, en nú hefur meðal annars verið lögð meiri áhersla á hag og réttindi barnsins og staðgöngumóður.

Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skilaði minnihlutaáliti sem Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, var samþykk. Birgitta er áheyrnarfulltrúi í nefndinni. Þær segjast ekki geta stutt tillöguna að svo komnu máli. Meirihluti umsagnaraðila hafi verið á móti tillögunni í fyrra og hið sama sé uppi á teningnum nú.

Erfið siðferðileg álitamál eigi eftir að gaumgæfa og ræða. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks, skilaði öðru minnihlutaáliti þar sem hún bendir á svipaða hluti og leggur áherslu á að málið verði unnið frekar áður en ákvörðun um smíði frumvarps verður tekin.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri