Vilja sameina mötuneyti á Akureyri

Vilja sameina mötuneyti á Akureyri

Sameining eru talin geta orðið til hagræðingar.
Eins og greint hefur verið frá í fréttum RÚV er Akureyrarbær að breyta matseðlum í grunn- og leiksskólum bæjarins. Að sögn Sigurveigar Bergsteinsdóttur, formanns skólanefndar Akureyrarbæjar, er verið að skoða fleiri hagræðingarmöguleika, meðal annars hvort hægt sé að sameina einhver mötuneyti.

 

„Þetta er allt í skoðun hjá okkur og þetta þarf allt að kostnaðargreina og sjá hvort að þetta geti gengið sem manni sýnist þegar maður horfir á það heildstætt þar sem eru tveir þrír grunn og leikskólar saman, nánast á sömu lóðinni með örfáa metra milli þá sé þetta kannski mögulegt. “

Nú þegar er sameiginlegt mötuneyti starfandi fyrir Naustaskóla og leikskólann Naustatjörn og að sögn Sigurveigar hefur það gefist vel. Hún segir að ef af þessum sameiningarhugmyndum verður megi búast við því að farið verði í sameininguna fyrir næsta skólaár.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *