Húfur eiga að vera fyrir eyrum en ekki augum
|

Húfur eiga að vera fyrir eyrum en ekki augum

Húfur eiga að vera fyrir eyrum en ekki augumBarnahúfurnar hennar Halldóru Bjarkar Norðdahl hafa slegið í gegn hjá mörgum foreldrum þar sem dagmamman veit hvað skiptir máli þegur kemur að hönnun húfu sem nota á í alls konar veðrum.Dagmamman Halldóra Björk Norðdahl á Ísafirði rekur netverslunina dorukot.is þar sem hún selur meðal annars barnahúfur sem hún hannar og saumar sjálf.
„Mig vantaði jólagjafir fyrir daggæslubörnin mín fyrir síðustu jól og datt í hug að búa til húfur því mér fannst þau öll vera með ómögulegar húfur.
Ég vildi hafa húfurnar vatnsheldar því við erum úti í rigningu og slabbi og guð má vita hverju og þau eru ekki alltaf upprétt þessi kríli.
Svo fór fólk sem hafði séð mig með börnin úti í bæ að biðja mig um að gera svona húfur fyrir sig og það var orðið svo mikið um það að ég hugsaði með mér að það væri allt í lagi að hafa það sem aukabúgrein að sauma eina til tvær á dag.
En fljótlega var þetta komið upp í 50 til 60 húfur á viku,“ segir Dóra og hlær.
Húfurnar hennar Dóru eru úr pollaefni og léttflísi.
„Ég pældi þetta alveg út, skoðaði allar húfur sem ég komst í og vó og mat hvað væri gott og hvað slæmt og hannaði út frá því.
Þær urðu að vera hlýjar og loka vel fyrir eyrun, það er svo mikið af húfum sem eru meira fyrir augunum en eyrunum.
Ég vil að börnin sjái í kringum sig og missi ekki af öllu sem er að gerast.
Þess vegna er ég með stroff í kringum andlitið en þær verða náttúrulega að anda líka þannig að þær eru opnar að neðan.
Það er því hægt að setja pollaefnið utan yfir kragana á meðan flísið er innan undir og nær vel yfir bringuna til að halda hita á lungnasvæðinu.
Ég var ekkert að spá í útlitið.
Mér var alveg sama hvernig þetta leit út, bara að þetta væri þægilegt og gott og til friðs.
Það er fyrst núna sem ég er farin að pæla í litunum og svona.“ Dóra segir að fljótlega hafi folk verið farið að biðja um vettlinga í stíl.
Ég var lengi að prófa mig áfram og það endaði með því að ég gerði bara vettlingahlífar því að litlu börnin ráða ekki við lúffur eða neitt þess háttar, prjónavettlingar eru saumalausir og henta best.
Svo fóru að koma alls konar hugmyndir í gegnum Fésbókina og spurt hvort ég gæti ekki gert smekki og þetta og hitt og þá fór vörunum að fjölga.
Nýjasta varan er pollasokkar fyrir litlu krílin sem eru enn þá skríðandi en þá eru þau bara í þeim utan yfir ullarsokkunum.“

Allar vörurnar er hægt að kaupa á netinu og eru þær sendar frítt hvert á land sem er.

Barnavörurnar eru líka nýkomnar í sölu í verslunina Fífu.

Heimildir: Fréttablaðið

oli
Author: oli

Vefstjóri