Málþroskafrávik hjá börnum vangreind

Málþroskafrávik hjá börnum vangreind

Allt bendir til þess að málþroskafrávik séu vangreind hjá börnum á leikskólaaldri.

 

Þessar upplýsingar koma fram í nýrri skýrslu um stöðu barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun. Skýrslan var samin að beiðni menntamálanefndar Alþingis til menntamálaráðherra og er fyrsta heildarúttektin sem gerð er á málefnum þessara barna og ungmenna.

Grunnur að góðum málþroska barna og hæfileika þeirra til þess að eiga samskipti er lagður í frumbernsku. Málþroski er undirstaða læsis og þar með þroska og félagsfærni einstaklingsins þegar fram líða stundir.

Niðurstöðurnar er afar athyglisverðar. Þar kemur fram að yfir 90 prósent þeirra sem tóku þátt í könnun í tengslum við skýrsluna töldu brýnt að bæta þjónustu við börn með málþroskafrávik. Of margar stofnanir beri ábyrgð á þjónustu, eftirliti og stefnumótun og kerfið anni ekki eftirspurn eftir þjónustu við börnin. Fram kemur að foreldrar séu óánægðir með þá þjónusu sem börnunum bjóðist en allt bendir til þess að málþroskafrávik séu vangreind hjá börnum á leikskólaaldri. Talið er að snemmtæk íhlutun geti skipt sköpum fyrir barnið og jafnvel komið í veg fyrir námserfiðleika síðar. Þá kemur fram að engin sértæk úrræði séu fyrir ungmenni með málþroskafrávik á Íslandi.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri