Konur kjósa í 100 ár

Konur kjósa í 100 ár

Til stendur að halda upp á afmælið og er undirbúningur hafinn.

Forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, boðaði til undirbúningsfundar á laugardaginn var af. Á fundinum var farið yfir hugmyndir um hvernig hægt væri að halda upp á tímamótin. Á fundinn voru boðaðir fulltrúar kvenna- og jafnréttissamtaka. Ásta Ragnheiður segir margt áhugavert hafa komið fram á fundinum. 

,,Við þurfum að gera svo margt. Við þurfum að sinna rannsóknum, skrifa söguna, við þurfum að virkja listalífið, jafnvel skrifa leikrit, gera kvikmyndir, stuttmyndir og svo framvegis”.

,,Það var svo margt skemmtilegt sem kom fram á fundinum og þegar fleiri koma að munu enn fleiri hugmyndir vakna. Og það er mikilvægt að það verði sem mest samvinna milli allra kvennasamtaka og stjórnmálaflokka í því að minnast afmælisins á sem veglegastan hátt”. Segir Ásta Ragnheiður í samtali við Fréttastofu RÚV.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri