Gagn af sýklum í æsku

Gagn af sýklum í æsku

því varanlegur ávinningur virðist fást af því að komast í snertingu við sýkla snemma á ævinni. Þetta sýnir ný rannsókn sem tímaritið Science hefur birt.

 

Í nokkurn tíma hefur verið talið að sýklar hjálpi til við að styrkja ónæmiskerfið og verja börn gegn ofnæmi og astma. Hingað til hefur þó ekki verið vitað hvernig.

Með því að rannsaka mýs komust vísindamenn að því að það að komast í snertingu við örverur snemma á lífsleiðinni getur fækkað ákveðinni gerð hvítra blóðkorna í líkamanum. Þetta eru frumur sem berjast við sýkingar en geta einnig snúist gegn líkamanum og valdið kvillum eins og astma og sáraristilbólgu. Erika Von Mutius, við barnaspítala München-háskóla, segir að ekki sé vitað hvort verkunin sé eins í mönnum og músum, en rannsóknin styðji við það sem sést hafi í faraldursfræði.

Rannsóknin styður einnig við þá tilgátu að slíkir sjúkdómar séu algengari á Vesturlöndum en í þróunarríkjunum, vegna mikils hreinlætis og sýklalyfjanotkunar meðal velmegandi þjóða, samkvæmt ruv..

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri