Ljósmæður vilja leiðbeiningar
Fjöldi ljósmæðra ræddi saman á stórum fundi í gær um fyrirhugaðan niðurskurð í heilbrigðisþjónustunni, eins og hann birtist í frumvarpi til fjárlaga næsta árs.
Guðlaug Einarsdóttir, formaður Félags ljósmæðra segir þær hafa áhyggjur af því að fæðingarþjónustan verði útundan í niðurskurðinum. Eðli þjónustunnar sé að hún verði veitt sem næst heimabyggð.
„Eins og þetta lítur út á að þjappa þjónustunni saman á stóru staðina. Það hefur í för með sér að fólk þarf að ferðast til þess að fá hana. Það hefur í för með sér kostnað fyrir skjólstæðinga, auk þess sem verið er að veita þjónustuna á stofnunum með hærra þjónustustigi. Það er dýrara bæði fyrir skjólstæðingana og stofnanirnar.”
Guðlaug bendir á að í Keflavík, Selfossi, Sauðárkróki og höfn, séu á fjórða hundrað börn – og mæður þeirra – sem þurfi þjónustu ljósmæðra, við meðgöngu, fæðingu og sængurlegu.
Guðlaug segir að ljósmæður hafi frá í ágúst reynt að ná tali af heilbrigðsráðherra, en án árangurs.
„Það vantar leiðbeiningar um hvernig á að forgangsraða. Eins og þetta er sett fram, er þetta enginn sparnaður.”
{loadposition nánar fréttir}