Á sjöunda tug barna ættleidd í fyrra
Frumættleiðingar frá útlöndum voru 17 í fyrra, en hafa verið milli 13 og 19 talsins síðustu fjögur ár. Undanfarin ár hafa flest ættleidd börn verið frá Kína og þannig var það líka í fyrra, en þá voru 8 af 17 ættleiðingum frá Kína. Frá því að frumættleiðingar frá Kína hófust árið 2002 hafa þær þó ekki verið færri á einu ári.
Stjúpættleiðingar í fyrra voru 33. Það er fækkun frá árinu á undan, en þá voru þær 46 og höfðu þá aldrei fyrr verið fleiri. Í 23 tilvikum var stjúpfaðir kjörforeldri, en það er jafnan algengast. Í fjórum ættleiðingum var stjúpmóðir kjörforeldri og sex einstaklingar í staðfestri samvist ættleiddu barn maka síns.
Með hugtakinu stjúpættleiðing er átt við ættleiðingu á barni (eða kjörbarni) maka umsækjanda. Með hugtakinu frumættleiðing er átt við ættleiðingu á barni sem ekki er barn maka umsækjanda.
{loadposition nánar fréttir}