Leikskólar milli steins og sleggju

Leikskólar milli steins og sleggju

Formaður félags leikskólastjóra segir þá standa frammi fyrir vali um að fækka starfsfólki eða fara fram úr fjárhagsáætlun.
Níu hundruð börn sem fæddust í fyrra eru á biðlista eftir leikskólaplássi en borgaryfirvöld hafa ákveðið að þau fái ekki inni á leikskólum fyrr en næsta haust. Á annað hundrað pláss eru laus á leikskólum og fylla mætti á fjórða tug þeirra án þess að fjölga starfsfólki. Á sumum leikskólum eru svo mörg laus pláss að starfsmenn hafa ekki nóg að gera, svo leikskólastjórarnir hafa boðið þeim að minnka starfshlutfall sitt.

Björk Óttarsdóttir, starfandi formaður Félags leikskólastjóra, segir leikskólastjóra með mörg laus pláss í vondri stöðu. „Hann stendur frammi fyrir því að fara fram úr fjárhagsáætlun af því að hann er ekki að fá tekjur í skólann vegna þess að leikskólagjöldin eru ekki að skila sér, eða þá að segja upp fólki. Það er mjög vont að segja upp fólki, sérstaklega eins og árferðið er núna.“

Borgin greiðir mun lægra hlutfall af dagvistunarkostnaði barns hjá dagforeldri en á leikskólunum. Haraldur Freyr Gíslason, formaður félags leikskólakennara segir að borgaryfirvöld ættu að viðurkenna hver skýringin sé. Að hans mati er um afturför að ræða enda voru átján mánaða börn tekin inn í fyrra.

Haraldur telur að í framtíðinni verði að tryggja að leikskólarnir taki við börnum um leið og fæðingarorlofi lýkur.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri