Erfitt að finna verðskanna

Erfitt að finna verðskanna

Neytendastofa hyggst setja tímamörk um hve langan tíma má taka að komast að réttu verði.
Fyrr á árinu var lagt bann við því að framleiðendur mættu forverðmerkja vörur eins og kjötvörur enda fæli forverðmerking í sér ólögmætt verðsamráð.Kaupmenn eða smásalar ættu hins vegar að gefa upp kílóverð á viðkomandi vöru í verslun sinni. Reynsla er nú komin á þetta.

 

Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir brögð að því að langt sé fyrir kaupendur að fara til að finna verðskanna.

„Já það virðist vera, það er mikið kvartað yfir því að þetta oft langan tíma og stundum geta neytendur fundið verðið og úr því verður að bæta.“

Reglan í Svíþjóð er sú að ef það tekur lengri tíma en 30 sekúndur að finna verðskanna og komast að verðinu þá telst varan óverðmerkt og það er auðvitað óleyfilegt.

„Það stendur í okkar reglum að þetta eigi að vera án vandkvæða fyrir neytendur og þá næsta skref er að túlka þetta þannig í skrifum okkar gagnvart kaupmönnum að það sé þá, að neytendur eigi að geta fundið verðið ekki seinna en eftir 30 – 45 sekúndur frá því að þeir hefja sína leit.

Tryggvi segir ekki langt í að Neytendastofa setji tímamörk. „Eigum við ekki vonast til þess að við setjum alla vega fram þetta fyrir jól þannig að jólainnkaupin verði þá léttbærari mörgum.“

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri