Skoða hvort öll börn fædd 2010 fái leikskólapláss

Skoða hvort öll börn fædd 2010 fái leikskólapláss

Á fyrri hluta ársins yrðu börn sem fædd eru snemma á síðasta ári tekin inn. Önnur börn úr árganginum yrðu í síðasta lagi tekin inn eftir sumarleyfi þegar elstu leikskólabörnin fara í grunnskóla. Reykjavíkurborg segir að inntöku barnanna á næsta ári verði hraðað eftir fremsta megni og þau tekin inn um leið og pláss losna. Engin áform séu um að fækka fólki á leikskólum Reykjavíkurborgar.

 

Um 100 laus rými eru nú þegar fyrir hendi í leikskólunum, meðal annars vegna viðbótarhúsnæðis sem komið var upp við nokkra þeirra í haust til að mæta hinum stóra 2009 árgangi sem þegar er kominn inn í leikskólana. Reykjavíkurborg er því ágætlega í stakk búin til að taka við nýjum og stórum árgangi barna á næsta ári.
Hins vegar er húsnæðiskostnaður einungis 8 % af kostnaði við hvert leikskólapláss. Langmestur kostnaður er vegna launa starfsfólks. Ekki er til fjármagn til að mæta viðbótarkostnaði vegna lausra leikskólaplássa á þessu ári en verið er að skoða hvort hægt sé að hraða inntöku elstu barnanna. Mikið átak þurfti til að koma hinum stóra árgangi 2009 inn í leikskólana á þessu ári, bætt var við húsnæði og framlög til leikskólana aukin um hundruðir milljóna.

Hvert leikskólapláss kostar um 2 milljónir á ári en Reykjavíkurborg þjónustar nú um 7.000 leikskólabörn. Rekstur á leikskólum Reykjavíkurborgar kostar um 10 milljarða á ári.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri