Leikskólakennarar sturlaðir af reiði
Í yfirlýsingu frá félaginu segir að greiðslurnar falli ekki niður hjá neinni annarri starfstétt hvorki hjá leiðbeinendum sem eru innan raða Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Eflingar eða innan vébanda BHM og ekki hjá aðstoðarleikskólastjórum sem eru í Félagi stjórnenda leikskóla.
„Rökin fyrir þessu eru þau að Félag leikskólakennara hafi gert svo góðan kjarasamning í haust,” segir ennfremur. „Með sömu rökum væri hægt að segja að leikskólastjórar hafi einu sinni gert svo góðan kjarasamning að réttlætanlegt sé að lækka laun þeirra. Félag leikskólakennara mótmælir harðlega þessari meðferð og mun leita allra löglegra leiða til að koma í veg fyrir þetta óréttlæti.“
„Leikskólakennarar í Reykjavík eru sturlaðir af reiði!“ segir að lokum.
{loadposition nánar fréttir}