Breaking Dawn gríðarlega vinsæl
Myndin var frumsýnd á föstudaginn síðastliðinn og tók inn 283.5 milljón dollara á heimsvísu. Langflestar stórmyndir sem framleiddar eru Hollywood höfða til ungra karlmanna og því eru gagnrýnendur, sem og framleiðendur, undrandi yfir ótrúlegum vinsældum Twilight.
Opnunarhelgi The Twilight Saga: Breaking Dawn – Part I er sú önnur besta af þeim fjórum kvikmyndum sem komið hafa út í sögubálkinum.
Richie Fay, dreifingarstjóri Summit Entertainment, sagði vinsældirnar vera ótrúlegar. Hann sagði að áhorfendur Twilight séu 80% ungar stúlkur. Þetta þykir ansi sérstakt enda er Hollywood ekki þekkt fyrir að framleiða stórmyndir sem höfða nær eingöngu til stúlkna.
Fay, sem er 53 ára gamall, sagði efnistök Twilight höfða til ungra stúlkna. Hann sagði ást og sambönd vera gegnumgangandi þema í Twilight en um leið er ákveðin togstreita til staðar- þá sérstaklega með tilliti til kynferðislegra athafna.
Breaking Dawn – Part I fjallar um táningsstelpuna Bellu sem giftist vampírunni Edward. Fjölskylda Edwards ákveður að ganga í bandalag við varúlfinn Jacob. Saman reyna þau að vernda Bellu og barnið sem hún gengur með undir belti.
Fimmta og síðasta Twilight myndin, Breakind Dawn – Part 2, fer í sýningar á næsta ári.
{loadposition nánar fréttir}