Konur með PIP brjóst fá bréf

Konur með PIP brjóst fá bréf

með nánari upplýsingum og leiðbeiningum um það hvernig skal bregðast við vegna fyllingarinnar, sem hefur valdið talsverðum óróa hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn félags íslenskra lýtalækna (FÍL).

 

Eins og greint var frá um jólin hafa yfirvöld í Frakklandi heitið því að þau muni greiða aðgerðir fyrir allt að þrjátíu þúsund konur sem talið er að séu með sílikonpúða frá framleiðandanum. Óttast er að sílikonpúðarnir geti lekið og að þeir geti valdið krabbameini í konunum. Þessi galli í sílikonpúðunum uppgötvaðist fyrir um það bil tveimur vikum síðan.

Í tilkynningu frá stjórn Félag íslenskra lýtlækna segir að í ljósi umfjöllunar um PIP-brjóstafyllingar, hafi stjórn FÍL fundað og fór yfir fyrirliggjandi gögn og vitneskju er varða umræddar fyllingar. Niðurstaðan var sú að það væri ljóst að fyllingarnar valda ekki sjúkdómum svo vitað sé, en við rof þeirra (sem þó er afar sjaldgæft) verða meiri bóluviðbrögð en vant er.

Því fá allar konur, sem hafa fengið PIP – brjóstafyllingar eftir árið 2000, og eru um 400 talsins, fá bréf á næstunni með nánari upplýsingum og leiðbeiningum.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri