Íslendingar versla mest í H&M og Victoria´s Secret
sem situr í framkvæmdastjórn Valitors, en Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni ræddi við hann um neyslumynstur Íslendinga. Bergsveinn segir kortanotkun erlendis hafa aukist um tugi prósenta eftir hrun, vinsælustu búðirnar eru H&M og undirfatabúðin Victoria´s Secret.
„Verslun Íslendinga er að aukast erlendis. Veltan hefur farið upp,” segir Bergsveinn sem útskýrir að hægt er að sjá í gegnum kortanotkun Íslendinga hvaða almennu vörur þeir eru að kaupa, hvort það séu föt, matur eða eldsneyti og svo framvegis.
Hann segir neysluna skiptast í tvennt hvað varðar erlenda kortanotkun. Annarsvegar þeir sem kaupa hluti á netinu, en það hefur einnig aukist eftir hrun, svo hinir sem eyða peninga á ferðalögum.
„Svo vekur það athygli okkar að fólk er farið að kaupa bílavarahluti á netinu sem er eitthvað sem við höfum ekki séð áður,” segir Bergsveinn sem kann engar sérstakar skýringar á því að fólk kaupir varahluti meira í gegnum netið en nokkru sinni fyrr.
Svo spyr Bergsveinn þáttastjórnendur hvaða búð þeir telji að sé sú vinsælasta hjá Íslendingum í Evrópu. Þeir voru ekki lengi að svara spurningunni: H&M. Svarið var að sjálfsögðu rétt.
En þegar Bergsveinn spurði þá félaga hvort þeir hefðu einhverja tilfinningu fyrir því hvaða búð væri sú vinsælasta hjá Íslendingum í Bandaríkjunum, giskuðu þáttastjórnendurnir hikandi á Wal-Mart.
„Maður hefði haldið það,” sagði Bergsveinn en bætti við: „Það er Victoria´s Secret.”
{loadposition nánar fréttir}