Noregur bestur fyrir börnin
Ísland er í þriðja sæti á eftir Ástralíu sem besta land fyrir mæður og börn þeirra og Svíþjóð í því fjórða. Þetta er samkvæmt nýrri könnun samtakanna „Bjargið börnunum“ sem náði til 164 landa.
Í könnuninni var litið til menntunar og efnahagslegra aðstæðna kvenna og barna. Í ljós kom, að konur í Noregi hafa hærri laun og þar er dánartíðni barna með því lægsta og fæðingarorlof með því besta í heiminum. Í neðstu sætunum eru meðal annars átta fátæk lönd í Afríku. Þar er ungbarnadauði mikill, einn af hverjum þremur er vannærður og helmingur íbúanna hefur ekki hreint drykkjarvatni.
Athygli vekur að Bandaríkin eitt auðugasta land veraldar er í 31 sæti. Þar eru dauðsföll hjá mæðrum á meðgöngutíma með því hæsta. Ein af hverjum 1200 konum deyr þar á meðgöngunni eða við fæðingu. Í einungis þremur ríkjum er ástandið verra. Fæðingarorlof er hvergi í meiri ólestri meðal iðnríkja og dánartíðni barna er og há. Tvöfalt meiri líkur eru á að bandarískt barn deyji áður en það nær fimm ára aldri en barn til dæmis í Svíþjóð, Noregi, Íslandi.
{loadposition nánar fréttir}