Íhuga málsókn vegna sílikonpúða

Íhuga málsókn vegna sílikonpúða

Ef af henni verður mun hún beinast gegn íslenskum lýtalækni sem framkvæmdi allar aðgerðirnar á konunum, og eftirlitshlutverki íslenska ríkisins.

 Morgunblaðið segir frá þessu í dag. Saga Ýrr Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður, segir í viðtali við blaðið að í athugun sé hvort umræddur lýtalæknir hefði átt að hafa vara á sér þegar hann ákvað að nota púðana, en þeir hafi verið töluvert ódýrari en sílikonpúðar frá öðrum fyrirtækjum. Hann var eini læknirinn hérlendis sem notaði PIP púða í sjúklinga sína en talið er að um fjögur hundruð konur á Íslandi séu með sílíkonpúða frá PIP.

Síðastliðið vor kom í ljós að brjóstapúðar frá fyrirtækinu reyndust gallaðir þar sem í þá var notað ódýrst sílikonefni sem var ekki viðurkennt af yfirvöldum. PIP varð gjaldþrota vegna þessa og var stofnandi þess eftirlýstur af Interpol fyrir skömmu.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri