Ættleidd börn í meiri hættu

Ættleidd börn í meiri hættu

Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar benda til þessa.

 

Rannsóknin heitir Afdrif barna á Íslandi sem eru ættleidd erlendis frá og er sagt frá henni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Markmiðið með henni var að kanna hvaða áhættuþættir geta haft áhrif á andlega líðan og hegðun barna sem eru ættleidd frá útlöndum.
Börn sem voru ættleidd eftir átján mánaða aldur og börn sem höfðu dvalið á stofnun lengur en fyrstu átján mánuðina voru í meiri áhættu á að sýna einkenni athyglisbrests með ofvirkni og hegðunar- og tilfinningavanda en almennt þekkist. Þá skoruðu börn sem talin eru hafa sætt alvarlegri tilfinningalegri vanrækslu marktækt hærra á hegðunar- og tilfinningamatslistum en önnur börn. Börn sem voru ættleidd fyrir tólf mánaða aldur skoruðu sambærilega við önnur börn á öllum matslistum.

Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að leggja beri áherslu á að ættleidd börn komist sem fyrst til kjörforeldra sinna og dveljist sem styst á stofnun til að koma í veg fyrir skaða.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *