Niðurgreiðslur dagmamma
|

Hafnarfjörður Niðurgreiðslur

Niðurgreiðslur dagmamma

Hafnarfjarðarbær greiðir niður daggæsluna.

Niðurgreiðslur hefjast hjá:

  • foreldrum í sambúð þegar barn er 9 mánaða
  • einstæðum foreldrum þegar barn er 6 mánaða
  • námsfólki þegar barn er 6 mánaða. Báðir foreldrar þurfa að vera í námi og skila þarf inn staðfestingu á skólavist.

Skilyrði fyrir niðurgreiðslu eru að:

  • foreldri og barn eigi lögheimili í Hafnarfirði
  • barnið sé slysatryggt
  • viðkomandi dagforeldri hafi starfsleyfi
  • dvalarsamningur sé gerður milli foreldra og dagforeldris og samþykktur af daggæslufulltrúa

Systkinaafsláttur

Hægt er að fá systkinaafslátt þegar systkini eru samtímis hjá dagforeldri, í leikskóla eða í frístund. Annað barn fær 75% afslátt og þriðja 100% afslátt.

Á dvalarsamningi þarf að taka fram nafn, kennitölu og vistunarstað eldra systkinis. Daggæslufulltrúi sendir þá staðfestingu á viðeigandi stað.

Sækja um niðurgreiðslu

Reglur um niðurgreiðslur

Almenn niðurgreiðsla

Niðurgreiðsla fyrir hverja dvalarklukkustund á dag 12.800 kr.
Mánaðarleg niðurgreiðsla miðast við dvalartíma barns að hámarki með efitrfarandi hætti.

Einstaklingur
0 kr. til 5.515.232 kr. ( allt að 459.603 kr. á mánuði) Viðbótar- niðurgreiðsla 1
5.515.233 kr. til 6.618.277 kr. (allt að 551.523 kr. á mánuði) Viðbótar- niðurgreiðsla 2
Í sambúð
0 kr. til 8.272.849 kr. (allt að 689.404 kr á mánuði) Viðbótar- niðurgreiðsla 1
8.272.850 kr. til 9.927.416 kr. (allt að 827.285 kr. á mánuði) Viðbótar- niðurgreiðsla 2

Systkinaafsláttur

Með öðru systkini í leikskóla er veittur afsláttur í leikskólanum. Ef greitt er sérstök niðurgreiðsla gildir systkinaafsláttur leikskólagjalda

oli
Author: oli

Vefstjóri