Niðurgreiðslur dagmamma
|

Mosfellsbær Niðurgreiðslur

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar ger­ir þjón­ustu­samn­ing við þá dag­for­eldra sem þess óska bæði inn­an­bæjar sem utan.

Skil­yrði fyr­ir nið­ur­greiðslu:

  • Að hlut­að­eig­andi barn hafi náð 9 mán­aða aldri og eigi lög­heim­ili í Mos­fells­bæ.
  • Greiðsl­ur hefjast í mánuðn­um sem barn­ið verð­ur 9 mán­aða.
  • Greiðsl­ur vegna barna ein­stæða for­eldra hefjast í mánuðn­um sem barn­ið verð­ur 6 mán­aða.
  • Að við­kom­andi dag­for­eldri hafi leyfi sam­kvæmt reglu­gerð um dag­gæslu í heima­hús­um.
  • Að fyr­ir liggi þjón­ustu­samn­ing­ur milli dag­for­eldr­is, for­eldra og dag­vistar­full­trúa Mos­fells­bæj­ar.

Við upp­haf vist­un­ar barns hjá dag­for­eldri sem er með þjón­ustu­samn­ing þá er gerð­ur þrí­hliða samn­ing­ur milli for­eldra, dag­for­eldr­is og dag­gæslu­full­trúa f.h. Mos­fells­bæj­ar.

Í samn­ingn­um kem­ur fram hvenær barn byrj­ar vist­un, vist­un­ar­tím­inn, mán­að­ar­gjald for­eldra og nið­ur­greiðsla frá Mos­fells­bæ til dag­for­eldr­is. Upp­sögn á samn­ingn­um skal gerð með mán­að­ar fyri­vara.

Þeg­ar börn eru vist­uð hjá dag­for­eldri sem ekki er með þjón­ustu­samn­ing við Mos­fells­bæ þá eru eng­ar nið­ur­greiðsl­ur af hálfu Mos­fells­bæj­ar til dag­for­eldr­is.

oli
Author: oli

Vefstjóri