Gáfu mæðrum röng börn
Rannsóknir þarlendra miðla hafa leitt í ljós að auðkennisruglingurinn er ekkert einsdæmi á svæðinu.
Það var fjölskyldumeðlimur annarrar konunnar sem uppgötvaði mistökin rúmum átta klukkutímum eftir að ruglingurinn varð, en þá höfðu báðar mæðurnar þegar gefið börnunum brjóst.
Mistökin eru rakin til þess að starfsfólki sjúkrahússins láðist að bera auðkennisarmbönd barnanna saman við armbönd mæðranna, en í dag var verið að rannsaka blóð beggja mæðra til að ganga úr skugga um að hvorug þeirra bæri smitsjúkdóma. Spítalinn telur líkurnar á því að börnin séu í hættu þó vera hverfandi.
Mikið hefur verið fjallað um málið í áströlskum miðlum, en The Herald Sun greindi frá því fyrr í dag að á fjórum stærstu fæðingadeildum fylkisins væru alls skráð 26 tilfelli á síðustu fimm árum þar sem auðkennisruglingur varð á börnum.
{loadposition nánar fréttir}