Margir hræðast Alzheimer

Margir hræðast Alzheimer

Ef marka má nýja rannsóknarskýrslu sem kynnt var í París í dag.

Fjölmargir þeirra sem tóku þátt í rannsókninni segja að þeir myndu vilja fá skorið úr því hvort þeir ættu á hættu að greinast með Alzheimer, jafnvel þó enginn í fjölskyldunni hafi greinst með sjúkdóminn.

Alzheimer herjar nú á tæplega 36 milljónir jarðarbúa. Rannsóknir sýna að hægt sé að greina merki um sjúkdóminn allt að tíu árum áður en fólk fer að finna fyrir minnisleysi.

Vísindamenn trúa því að ef fólk sé greint snemma verði auðveldara að hjálpa þeim, sem og ástvinum þeirra.

Rannsóknin var gerð af vísindamönnum frá Harvard-háskóla og yfir 2.500 manns í Bandaríkjunum, Frakklandi, Þýskalandi, Spáni og Póllandi tóku þátt í henni.

Yfir 85 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust vilja leita til læknis ef þeir kynnu að finna fyrir minnisleysi, og meira en 94 prósent sögðust vilja slíkt hið sama ef fjölskyldumeðlimur sýndi merki um sjúkdóminn.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri