Frávik í máli og tali
Börn með frávik í máli geta átt erfitt með að…
- Hlusta á aðra og halda athygli
- Tengjast öðru fólki
- skilja það sem sagt er við þau
- læra og nota ný orð
- tengja tvö orð eða fleiri saman í setningar
- taka þátt í rökræðum
Frávik í tali fela í sér að barnið er með…
- framburðarerfiðleika (það ber ekki öll málhljóðin/stafina rétt og skýrt fram)
- stam (það kemur orðum og setningum ekki eðlilega frá sér)
- raddveilu (t.d. er röddin stöðugt hás og loftkennd og barnið þreytist fljótt á að tala)
- óeðlilegan nefhljóm sem gerir talið óeðlilegt áheyrnar
Heimildir: Heyrnar og talmeinastöð Íslands.