Framleiða Barbie dúkkur með húðflúr

Framleiða Barbie dúkkur með húðflúr

Samkvæmt fréttastofu Reuters hefur þessi sívinsæla dúkka enn og einu sinni valdið deilum; en tískufyrirtækið Tokidoki hefur hannað nýja Barbie-dúkku – nú með húðflúrum.

 

Dúkkan er með bleikt hár og húðflúr sem skreytir allan líkamann.

Skoðanir foreldra eru þó skiptar. Sumum þykir óeðlilegt að dúkkan, sem þykir líklega fyrirmynd hjá stúlkubörnum, sé með húðflúr, og hafi þar af leiðandi slæm áhrif á sýn barna á líkamslist. Aðrir foreldrar benda á að það séu foreldrarnir sjálfir sem ali börnin sín upp, ekki dúkkurnar.

Eitt foreldri segir að Tokidoki dúkkan varpi raunsærra ljósi á kvenfólk heldur en Barbie-dúkkan hefur þegar gert.

Tokidoki Barbie dúkkurnar kosta litla fimmtíu dollara, eða tæplega sex þúsund krónur. Takmarkað upplag var framleitt en framleiðandinn, Mattels, stefnir á að selja fullorðnum söfnurum dúkkurnar, sem eru reyndar þegar uppseldar.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *