Fjöldinn sprengir af sér skólaeldhús víða

Fjöldinn sprengir af sér skólaeldhús víða

“ segir Fríða Ólafsdóttir, eftirlitsmaður hjá Vinnueftirliti ríkisins, um stöðuna í skólamötuneytum borgarinnar.

 

Fríða segir fréttir undanfarið, ábendingar sem hafi borist auk skoðunarferða Vinnueftirlitsins sjálfs hafa beint sjónum þess sérstaklega að skólamötuneytunum.

„Í nokkrum grunnskólum er ástandið nokkuð gott og jafnvel sumstaðar frábært en víða mætti betur fara. Sum eldhúsin eru þannig að þau eru ekki í samræmi við fjöldann sem þau eru að þjóna og mannhaldið ber merki þess að það er alltaf verið að skera niður,“ segir Fríða.

Eins og kom fram í Fréttablaðinu á dögunum segja Samtök faglærðra matreiðslumanna í grunnskólum Reykjavíkur starfsfólki hafa fækkað og að gífurlegt álag sé því á starfsliðinu. Það komi niður á gæðum matarins.
„Ekkert bendir til þess að gæði matar hafi rýrnað, þvert á móti,“ segir í svari skóla- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Fréttablaðsins vegna gagnrýni matreiðslumannanna. Með samræmdum innkaupum sé lögð vinna í að tryggja sem mest gæði á allri matvöru sem keypt sé inn fyrir skólamötuneytin. „Leitast er við að framreiða eins hollan og góðan mat og mögulegt er. Fylgst er með gæðum matar og unnið eftir gæðahandbók.“
Þegar spurt er hvort skólamötuneytin séu undirmönnuð og álagið of mikið er svarið að þau hafi tekið á sig hagræðingu eins og flestar aðrar starfseiningar og starfsþættir. „Skólastjórar taka ákvörðun um ráðningar og stöðugildi vegna skólamötuneyta á forsendum fjárhagsáætlunar,“ bendir skólasviðið á.

Borgin segir að síðustu níu mánuðum hafi starfshópur skoðað rekstur allra skólamötuneyta borgarinnar, meðal annars starfsmannahald þeirra og verði niðurstöður þeirrar vinnu kynntar innan skamms. Fríða segir vandamálið einmitt vera fjármagn. Skólarnir hafi ekki notið góðærisins og nú sé ástandið enn verra.

„Aðstæður eru orðnar erfiðar því það er svo gríðarlega mikill niðurskurður. Þá eru til dæmis kannski keyptir pottar sem henta ekki fyrir þann fjölda sem verið er að elda. Þetta er mjög óheppilegt en það þarf að vera á bremsunni alls staðar,“ segir Fríða Ólafsdóttir.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri