Stálu barnafötum fyrir rúma milljón
Tjónið er metið á 1,2 milljónir króna. Sjá myndir hér
Vera Víðisdóttir eigandi verslunarinnar segir að þjófarnir virðist hafa þaulhugsað ránið. „Þetta var vel valið hjá þeim. Þeir tóku dýrar vörur og það sem hefur verið að seljast hvað best hjá okkur,“ sagði Vera í viðtali við frétastofu RÚV.
Þjófarnir brutu rúðu og komust þannig í verslunina. Lögreglan hefur leitað að fingraförum og rannsakar nú málið en lítið er um vísbendingar þar sem engar öryggismyndavélar voru í versluninni. „Þeir tóku mest dýrar kápur og úlpur í öllum stærðum og vörur í merkinu Cakewalk sem er allsérstætt útlits. Þannig að ef fólk sér svoleiðis barnaföt til sölu annarstaðar en hjá okkur ætti það að láta lögregluna vita,“ sagði Vera.
Bakararnir í Bernhöftsbakaríi sem er við hliðina á Öllum krökkum urðu ekki varir við neitt og Vera segir litla umferð vera um þennan hluta götunnar á nóttunni en allar vísbendingar eru vel þegnar og ef þær leiða til uppljóstrunar málsins þá heitir Vera veglegum fundarlaunum.
{loadposition nánar fréttir}