Fermingar látlausari
Það kostar í raun ekki mikið að fermast. En allt þetta aukalega – sem fylgir veisluhöldunum – tekur í budduna. Þú ert heppinn ef þú finnur sal til leigu á minna en 40 þúsund. Myndataka getur kostað um 35 þúsund og veitingar, frá veisluþjónustu, ofan í áttatíu gesti varla minna en 280 þúsun.
Og þá eru fötin eftir. Það er algengt að jakkaföt á fermingardrengi kosti í kringum 35 þúsund krónur. Fötin á stúlkurnar eru kannski eitthvað ódýrari en þá er hárgreiðslan eftir sem kostar oft á bilinu 12 til 15 þúsund krónur.
Kosntaðurinn fer fljótt upp í 500 þúsund þó margt sé enn ótalið. Séra Hildur Eir Bolladóttir, prestur á Akureyri segir hins vegar að veislurnar séu að verða látlausari, nú þyki bara flott að halda veisluna heima og bjóða upp á súpu og brauð. Það sé hin góða afleiðing hrunsins að fólk gat allt í einu farið að slaka á og svona samanburðarmenningin dofnaði og menn fundu að það var fínt að fara sínar eigin leiðir og sníða sér stakk eftir vexti.
En vita fermingarbörnin sjálf hvað allt umstangið kemur til með að kosta? Þórlaugur Ólafsson, fermingarbarn segir að hún muni örugglega kosta um hálfa milljón. Þetta sé mjög mikið, auk þess sem börn fái einnig dýrar fermingargjafir.
{loadposition nánar fréttir}