ipad 2 dýrastur á íslandi

iPad 2 dýrastur á Íslandi

Hingað til hefur Ísland verið úti í kuldanum hjá Apple og enn geta Íslendingar ekki notað hugbúnaðar- og tónlistarveitur Apple nema eftir krókaleiðum. En þó að landið sé nú komið á kortið hjá fyrirtækinu fylgir sá böggull skammrifi að gripurinn er hvergi dýrari en hér.

Ítalska vefritið Settebit hefur borið saman auglýst verð í löndunum 25. Fimm af sex gerðum tölvunnar eru dýrastar á Íslandi en einfaldasta gerðin er þó heldur dýrari í Ungverjalandi.

Lægst er verðið hins vegar í Ástralíu og á Nýja Sjálandi, af þessum 25 löndum sem nú bætast við en í Bandaríkjunum er það þó enn lægra.

Þannig kostar 32 gígabæta Wi-Fi útgáfan 109.900 krónur á Íslandi.  Í Ástralíu kostar sama gerð 78.900 krónur en í Bandaríkjunum er verðið 75.780.

Fullkomnasta gerðin, 64 gítabæti með 3G-tengingu kostar litlar 149.990 á Íslandi, 107.800 kr. á Nýja Sjálandi og 104.900 í Bandaríkjunum.

16 gígabæti án 3G kosta alls staðar minnst: 79.900 kr. hér, 66.200 kr. í Ástralíu og 63.150 í Bandaríkjunum.  Fyrir þessa gerð þurfa Ungverjar hins vegar að punga út sem svarar 84.360 krónum.

Þeir sem kaupa þessa gerð hér á landi geta því litið svo á að þeir hafi sparað sér 4.460 krónur á því að vera ekki Ungverjar.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri