Fæðingar á öðrum ársfjórðungi ekki verið fleiri í 11 ár
Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Þar er jafnframt tekinn saman fólksfjöldi á Íslandi í lok annars ársfjórðungs en þá bjuggu 371.580 manns á Íslandi. Um 64% af þeim fjölda, eða 238.170 manns, er búsettur á höfuðborgarsvæðinu.
Fleiri flytjast að en á brott
Hvað varðar brottflutta einstaklinga þá fluttust 950 einstaklingar búferlum á öðrum ársfjórðungi. Aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru þá fleiri en þeir sem fluttust frá landinu sem skýrir jafnframt aukningu landsmanna á móti fæðingunum.
Flestir íslenskir ríkisborgarar sem fluttu af landi brott síðustu þrjá mánuði fluttu til Svíþjoðar, Danmerkur og Noregs. Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá sömu löndum. Þegar litið er til erlendra ríkisborgara sem fluttu frá Íslandi þá fluttu flestir þeirra, eða 36%, til Póllands. Flestir aðfluttir erlendir ríkisborgarar komu þá frá Póllandi og Rúmeníu. Erlendir ríkisborgarar voru 52.010 í lok júní en það jafngildir 14% af heildarmannfjöldanum, samkvæmt ruv.
{loadposition nánar fréttir}