Barnshafandi konur fara til Reykjavíkur í fósturskimun

Barnshafandi konur fara til Reykjavíkur í fósturskimun

Barnshafandi konur fara til Reykjavíkur í fósturskimun

Fleiri þunganir og því fleiri suður
Skimunin sem um ræðir er oft kölluð hnakkaþykktarmæling og er gerð til að leita eftir sérstökum frávikum í fóstrinu. Aðeins einn læknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri gerir þessa skimun og þegar hún fer í sumarfrí þurfa þær mæður sem vilja fara í skimunina að fara suður til Reykjavíkur. Ingibjörg Hanna Jónsdóttir, forstöðuljósmóðir á Akureyri, segir að síðustu ár hafi nokkrar konur á hverju sumri leitað suður til að fá þessa skimun. „Nú eru bara miklu fleiri þunganir og það virðist ætla að halda áfram, við erum með mun fleiri fæðingar og það virðist ætla að halda áfram svolítið. Það eru margar sem eru að bóka núna í 12 vikna sónar og þá eru auðvitað fleiri sem þurfa að fara suður og því heyrist kannski meira um þetta,“ segir Ingibjörg.

Ómskoðunin val foreldra
Ingibjörg segir að þessi ómskoðun sé ekki nauðsynleg og því fáist ferðalag til Reykjavíkur vegna hennar ekki niðurgreitt af ríkinu.

Heilbrigðisstarfsfólk mæli heldur ekki sérstaklega með því að konur fari í þessa sérstöku rannsókn. „Nei, við erum ekki að mæla með þessu. Eini sónarinn sem við mælum með að konur fara í er 20 vikna sónarinn. Í þeim tilfellum þar sem er einhver saga um einhverja fósturgalla þá já, mælum við með en ákvörðunin er alltaf mæðranna sjálfra eða foreldranna, hvort þau fara í skoðunina eða ekki,“ segir Ingibjörg, samkvæmt RUV.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri