Segir að stefni í neyðarástand hjá ljósmæðrum

Segir að stefni í neyðarástand hjá ljósmæðrum

Segir að stefni í neyðarástand hjá ljósmæðrum

Ástandið er svipað um allt land að sögn Unnar Berglindar Friðriksdóttur formanns Ljósmæðrafélags Íslands. Hún segir stöðuna einfaldlega skelfilega.

„Hún hefur oft verið erfið en núna í sumar er þetta alveg hræðilegt ástand. Það er alltaf vöntun yfir sumartímann en það sem bætist við núna er svo mikið álag: það er spáð 25-30% aukningu á fæðingum núna í sumar. Og það er ekki bara að það þurfi að taka á móti litlu krílunum heldur gerir þetta kröfur um aukna mæðravernd og svo sængurlegu. Og það vantar líka ljósmæður til að sinna heimaþjónustunni.“

Unnur segir að upplýsingar frá mæðravernd bendi til þess að fjölgun fæðinga einskorðist ekki eingöngu við sumarið, í september sé búist við 17-20% aukningu frá því í fyrra.

Ljósmæðrafélag Íslands sendi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað í byrjun júní þar sem sagði að það stefndi í neyðarástand í fæðingarhjálp í sumar. Í kjölfarið fundaði formaður félagsins með ráðherra þar sem hún lagði meðal annars til að stofnuð yrði bakvarðarsveit ljósmæðra, laun í heimaþjónustu yrðu hækkuð tímabundið og að greitt yrði fyrir álag í starfi.

Unnur segir að ekkert hafi komið út úr þeim fundi, eftir því sem hún best viti. „Ég vona að það sé verið að gera eitthvað á bak við tjöldin sem ég veit ekki af, en ég hef ekki heyrt að það sé verið að gera neitt til að reyna að bjarga málunum.“

Ljósmæður vantar um allt land. „Ég veit að fyrir norðan er mjög slæmt ástand. Á Akranesi stóð til að loka en ljósmæður börðust gegn því og vildu hafa opið. En það er mjög þungur róður alls staðar um allt land.“

Hefurðu miklar áhyggjur af stöðunni? „Já, ég hef mjög miklar áhyggjur af ljósmæðrum. Þær koma til með að sinna konum, konur fá þjónustu. En þetta gengur á ljósmæður og ég sé fram á að þær verði uppgefnar eftir sumarið. “, samkvæmt RUV.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri