Ungabarn fannst á lífi í rústunum

Ungabarn fannst á lífi í rústunum

Fagnaðarlæti brutust því út þegar litla stúlkan, Azra Karaduman, fannst á lífi en þá voru 46 klukkutímar liðnir frá því skjálftinn reið yfir.

 Björgunarmenn reyna nú af öllum mætti að ná til móður stúlkunnar en talið er að hún sé einnig grafin í rústunum. Föður hennar er einnig saknað. Þá tókst björgunarmönnum að bjarga óléttri konu úr rústunum í morgun og lögreglumanni og konu hans. Í gær fannst níu ára gömul stúlka enn á lífi eftir að hafa verið í 30 klukkutíma undir braki.

Skjálftinn mældist 7,3 á Richter kvarðanum og reið hann yfir í Van héraði nálægt írönsku landamærunum á Sunnudaginn var. Auk þeirra 366 sem hafa látist eru á annað þúsund slasaðir eftir skjálftann og mörg hundruð er enn saknað.

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent forseta Tyrklands Abdullah Gül samúðarkveðjur vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi. Þar kemur fram að hugur Íslendinga sé hjá fjölskyldum og vinum þeirra sem látist hafa eða slasast. Þjóðir heims séu á slíkum tímum reiðubúnar að rétta hjálparhönd; samstaða og samhjálp séu brýn þegar hamfarir náttúrunnar ógni lífi og heilsu.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri