Ekki nógu vel staðið að lagfæringum

Ekki nógu vel staðið að lagfæringum

Vitneskja um slysahættur auki álagið á starfsfólk og valdi því áhyggjum.
Friðbjörg segir holumyndun vera á lóð leikskólans, sem hætta stafi af. Yfirvöldum hafi ítrekað verið bent á málið en lagfæringin hafi aðeins slegið vandanum á frest.  „Það hefur verið bent á að það er slysahætta af þessum holum og það sem hefur verið gert er að setja möl í þær. Það segir sig sjálft að mölin er mjög fljótt farin úr þeim svo það gerir ekki neitt gagn.“

Friðbjörg segir að brotnar og ójafnar hellur á lóð leikskólans hafi einnig skapað hættu í lengri tíma, bæði fyrir fótgangandi börn sem detti um þær, og börn á hjólum. Í vor hafi hluti stéttarinnar verið lagfærður, sem leysti ekki vandann.

„Hluti af því var lagað, en ekki til enda.  Það er oft eins og það sé byrjað á en ekki klárað almennilega,“ segir Friðbjörg.

Hún segir það auka á álagið á starfsfólk þegar ekki er brugðist við ábendingum um öryggismál á leikskólum.

„Þetta hefur náttúrlega áhrif á okkur líka. Maður verður miklu stressaðri um að eitthvað gerist þegar maður veit af þessum hættum.“

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *